Karellen
news

Aðventan

26. 11. 2022

Sunnudaginn 27.nóvember er fyrsti sunnudagur í aðventu. Við munum á mánudaginn kveikja á fyrsta kertinu í leikskólanum. En hvað þýðir orðið aðventa?

Aðventa er í Kristni fjórir síðustu sunnudagarnir fyrir jóladag. Ef aðfangadag ber upp á sunnudag verður hann fjórði sunnudagurinn í aðventu. Latneska orðið adventus er þýðing á gríska orðinu parousia, sem almennt vísar til Endurkomu Krists.

Aðventan er einnig kölluð Jólafasta og virðist það hafa verið mun meira notað áður fyrr og margar heimildir þess efnis bæði í fornum textum og allt til dagsins í dag. Er það dregið af þeim sið Kaþólskra að fasta síðustu vikurnar fyrir Jól þótt það ætti fyrst og fremst við um að neita sér um kjöt en ekki mat almennt en á því voru þó allnokkrar undantekningar svo Jólafastan var langt því frá að vera neitt svelti. En við ætlum að njóta aðventunar við kertaljós og kósýheit og vonum að þið gerið það sama.

© 2016 - 2024 Karellen