Karellen
news

Baráttudagur gegn einelti

07. 11. 2022

Í dag 8. nóvember er í annað sinn haldinn sérstakur baráttudagur gegn einelti hér á landi. Landsmenn eru hvattir til að standa saman gegn einelti í samfélaginu, ekki síst í skólum og á vinnustöðum. Allir eru hvattir til að leggja sitt að mörkum til að einelti fái ekki þrifist í samfélaginu og beina sjónum að jákvæðum samskiptum, skólabrag og starfsanda. Sýnum hvort öðru gagnkvæma virðingu í samskiptum, verum góð fyrirmynd og eyðum einelti.

© 2016 - 2023 Karellen