Karellen

Samstarfsverkefni Birkilundar og Varmahlíðarskóla.

Markmiðin með verkefninu er að skapa grundvöll fyrir félagslegum samskiptum á milli eldri og yngri barna og gefa leikskólabörnunum tækifæri til að kynnast bæði húsnæði og kennurum Varmahlíðarskóla. Elstu börn leikskólans og 1. bekkur grunnskólans eru með þrjár sameiginlegar kennslustundir á viku. Tvær kennslustundir eru skipulagðar sameiginlega af kennurum hópanna. Svo er íþóttatími undir stjórn íþróttakennara grunnskólans. Elstu börn leikskólans fara einnig í heimsóknir í grunnskólann í ýmsar kennslugreinar og með ýmsum bekkjum og kynnast þannig húsnæði, nemendum og kennurum grunnskólans. Nemendur 1.-10. bekkjar koma í heimsóknir í leikskólann og nemendum 8.-10. bekkjar stendur einnig til boða leikskólaval og þannig skapast tenging milli leikskólabarna og grunnskólanemenda. Kennarar fylgja nemendum í heimsóknir og verða því meðvitaðri um starfið sem frem fer í hvorri skólastofnun fyrir sig. staðgengils

© 2016 - 2024 Karellen