Karellen
news

Nýtt starfsár

17. 08. 2023

Sumarfríið búið og lífið óðum að komast í rútínu. Rútínan er góð og eins og það er gaman að brjóta upp hversdagsleikann þá finnst okkur ljómandi gott að komast í gamla gírinn aftur. Á örugglega við okkur flest, þ.e. að dagarnir okkar séu eftir ákveðnu skipulagi án þess að það sé verið að tala um algjöra vanafestu eða ósveigjanleika.

Við í Birkilundi erum að minnsta kosti glöð að lífið er að færast í réttar skorður og bjóðum við ykkur öll velkomin aftur í leik og starf. Við hlökkum til að takast á við komandi starfssár með nýjum verkefnum og áskorunum.

© 2016 - 2024 Karellen