Karellen
news

Dagur íslenskrar tungu

16. 11. 2022

Dagur íslenskrar tungu er íslenskur hátíðardagur, 16. nóvember, tileinkaður íslensku.
Haustið 1995 lagði menntamálaráðherra til að einn dagur ár hvert yrði tileinkaður íslensku og átak gert í varðveislu hennar. Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar var valinn til minningar um framlag hans til íslenskunnar.
Fyrsti dagur íslenskrar tungu var 16. nóvember 1996 og hefur verið haldinn síðan árlega. Í leikskólanum ætlum við að halda upp á þennan dag og lesa,syngja og tala saman. Við fáum líka heimsókn frá börnum úr Varmahlíðarskóla sem munu lesa fyrir okkur. Skemmtilegur dagur framundan og til hamingju öll með daginn.

© 2016 - 2024 Karellen